← Til baka í fréttir

LED Skjáir starfa með KR

LED Skjáir starfa með KR

KR-ingar vígðu á dögunum nýtt undirlag á heimavelli sínum á Meistaravöllum fyrir framan ríflega þrjú þúsund áhorfendur.

Samhliða fóru fram ýmsar endurbætur á umhverfi vallarins, og voru meðal annars glænýjar LED skjá lengjur teknar í notkun. Skjáirnir eru frá LED skjám sem jafnframt önnuðust uppsetningu og þjónustu.

Við óskum KR-ingum innilega til hamingju með nýja völlinn.