← Til baka í fréttir

Nýir skjáir á Hafnartorgi

Nýir skjáir á Hafnartorgi

LED birting hafa sett upp LED auglýsingaskjái í bílakjallara Hafnartorgs. Skjáirnir eru settir upp í samstarfi við Fasteignafélagið Reykjastræti. Um er að ræða fjóra stóra og áberandi auglýsingaskjái á besta stað í bílakjallaranum sem er að öllum líkindum sá fjölfarnasti á landinu.

Um 19 þúsund bílar fara gegnum bílakjallarann í hverjum mánuði að jafnaði. 1 af hverjum 5 fólksbílum landsins heimsótti bílakjallarann einu sinni eða oftar fyrstu fimm mánuði ársins (50 þúsund einstakar bifreiðar).

Hafnartorg er í hjarta miðbæjarins og því skammt frá þeim aragrúa af verslun, þjónustu og afþreyingu sem miðbær Reykjavíkur hefur upp á að bjóða.

“Hafnartorg er frábær viðbót hjá okkur, enda sennilega fjölfarnasti bílakjallari landsins. Mikið líf er í nágrenninu eins og allir þekkja og við erum stolt af því að geta boðið rekstraraðilum í miðbænum og annarsstaðar upp á þennan valkost. Auglýsing á Hafnartorgi talar beint til fólks sem mætt er í miðbæinn til að njóta alls þess sem hann hefur upp á að bjóða”, segir Halldóra Brandsdóttir framkvæmdastjóri LED birtinga.